top of page
laugarneskirkjumynd.png

Laugarneskirkja

Laugarneskirkja var reist fyrir fé sem safnað var af íbúum hverfisins. Húsameistari ríkisins Guðjón Samúelsson (1887 – 1950) teiknaði kirkjuna, en hann teiknaði meðal annars Kristskirkju í Landakoti, Akureyrarkirkju og Hallgrímskirkju. Hafist var handa við byggingu kirkjunnar 1940 og kirkjan var vígð 1949.

​

Laugarneskirkja fagnaði því 70 ára afmæli 2019.

​

Blómlegt safnaðarstarf leiddi af sér þörf fyrir stærra safnaðarheimili en var í kjallara kirkjuskipsins. Þorvaldur Kristmundsson arkitekt og Magnús Guðmundsson byggingafræðingur teiknuðu nýja safnaðarheimilið sem var tekið í notkun á níunda áratugnum.

​

Orgel Laugarneskirkju er íslensk smíði, smíðað af Björgvini Tómassyni orgelsmið. Hljóðfærið, sem er 28 raddir, var vígt í desember 2002 og þykir sérlega hljómmikið.

​

Laugarneskirkja er þó ekki þetta hús. Hún er samfélag sem sem m.a. á sér þessi slagorð:

​

  • Allir aldurs- og heilsufarshópar saman!

  • Gerum sóknarfólk að safnaðarfólki og safnaðarfólk myndugt!
     

Fyrra slagorðið minnir okkur á þá afstöðu Jesú frá Nasaret, sem við viljum gera að okkar, að manneskjur eru merkilegar. Við trúum að það skipti miklu máli að allt fólk í einu hverfi, borg og landi, kannist hvert við annað, þ.e.a.s. að okkur takist að móta samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum og enginn hópur eða einstaklingar upplifi sig utanveltu í samfélaginu.

​

Síðara slagorðið minnir okkur á að boðskapur trúarinnar er ekki fyrst og fremst upplýsingar um Guð, heldur er hann tilboð frá Jesú Kristi til okkar um að vaxa sem manneskjur. Við erum kölluð til að safnast saman í Jesú nafni, vera safnaðarfólk. Og svo er það persónuleg ákvörðun hvers og eins að vaxa sem myndugur kristinn einstaklingur og bera ábyrgð í Guðs ríki.

 

Verið velkomin í Laugarneskirkju!

​

bottom of page