Sóknagjöld
Allt safnaðarstarf er rekið fyrir sóknargjöld sem ríkið innheimtir miðað við skráningu í trú- og lífskoðunarfélög sem uppfærist hvert ár frá 1. desember. Sóknargjöld ársins 2023 eru 1192 kr. á mánuði.
Með því að skrá þig í þjóðkirkjuna tryggir þú að sóknargjöldin, sem annars myndu renna í ríkissjóð, fari óskipt til þíns safnaðar og rekstur á þinni kirkju. Sóknargjöld borga ekki laun presta, biskups, vígslubiskupa eða annarra starfskrafta biskupsstofu.
Sóknargjöldin eru mjög mikilvæg fyrir starfið okkar hér í Laugarneskirkju því þau eru notuð í rekstur alls safnaðarstarfs. Þau greiða fyrir allt viðhald á húsnæði kirkjunnar. Þau greiða fyrir tónlistarstarfið, t.d. kórastarf og laun organista. Allt æskulýðs- og barnastarf veltur á sóknargjöldum. Kirkjuvarsla, kirkjukaffi, foreldramorgnar, kyrrðarbænastarf, fermingarfræðsla. Lengi mætti telja.
Einnig hýsir Laugarneskirkja aðra mikilvæga starfsemi eins og td. 12 spora starf. Í húsinu er söngkennsla fjóra daga vikunnar og er kirkjan líka mikið notuð fyrir tónleikahald. Nokkrir kórar eru með æfingaaðstöðu í kirkjunni og þá á Kvenfélag Laugarneskirkju sitt athvarf í kirkjunni einnig.