top of page

Boðorðin 10

Boðorðin tíu er listi yfir trúarlegar og siðferðilegar reglur sem samkvæmt Biblíu kristinna manna og Torah Gyðinga voru opinberuð af Guði fyrir Móses á fjallinu Sínaí og Móses hjó á tvær steintöflur. Þau eru grundvallaratriði í kristinni trú og gyðingdómi. Boðorðin eru sett upp sem samningur Guðs og þjóðar hans og eiga sér hliðstæðu í fornsögulegum samningum og lagabálkum stórkonunga við undirkonunga.

istockphoto-1319803972-612x612.jpg

1. Ég er Drottinn Guð þinn, þú skalt ekki aðra guði hafa.
2. Þú skalt ekki leggja nafn Drottins Guðs þíns við hégóma.
3. Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan.
4. Heiðra skaltu föður þinn og móður.
5. Þú skalt ekki morð fremja.
6. Þú skalt ekki drýgja hór.
7. Þú skalt ekki stela.
8. Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum.
9. Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns.
10. Þú skalt ekki girnast konu náunga þíns, þjón, þernu né nokkuð það sem náungi þinn á.

bottom of page