top of page

Sálmur nr. 367

Boðorðin tíu er listi yfir trúarlegar og siðferðilegar reglur sem samkvæmt Biblíu kristinna manna og Torah Gyðinga voru opinberuð af Guði fyrir Móses á fjallinu Sínaí og Móses hjó á tvær steintöflur. Þau eru grundvallaratriði í kristinni trú og gyðingdómi. Boðorðin eru sett upp sem samningur Guðs og þjóðar hans og eiga sér hliðstæðu í fornsögulegum samningum og lagabálkum stórkonunga við undirkonunga.

istockphoto-1319803972-612x612.jpg

Eigi stjörnum ofar
á ég þig að finna,
meðal bræðra minna
mín þú leitar, Guð. 

Nær en blærinn, blómið,
barn á mínum armi,
ást í eigin barmi,
ertu hjá mér, Guð. 

Hvar sem þrautir þjaka,
þig ég heyri biðja:
Viltu veikan styðja,
vera hjá mér þar? 

Já, þinn vil ég vera,
vígja þér mitt hjarta,
láta ljós þitt bjarta
leiða, blessa mig. 
Frostenson - Sigurbjörn Einarsson

bottom of page