top of page

Til forráðamanna fermingarbarna

Heil og sæl, Ég heiti Ásta Ingibjörg Pétursdóttir og er nýr prestur í Laugardalsprestakalli, fram að jólum leysi ég Davíð Þór af í fermingarfræðslunni. Ég mun því fylgja börnunum í Vatnaskóg ásamt Nönnu Kristjánsdóttur æskulýðs- og kynningarfulltrúa Laugarneskirkju.

Ferðin er frá föstudeginum 25. nóv til laugardagsins 26. nóv, farið verður með rútu frá Laugarneskirkju klukkan átta að morgni föstudagsins, ferðin kostar hvert barn 12.500 kr.Næstkomandi mánudagskvöld (21. nóv) kl. 20 er fundur í safnaðarheimili Laugarneskirkju vegna ferðar fermingarbarna í Vatnaskóg. Með mér á fundinum verða sr. Jón Ragnarsson og Nanna Kristjánsdóttir munum við fara yfir ferðatilhögun og annað sem viðkemur ferðinni. Látið þetta endilega berast ykkar á milli því einhverjir foreldrar hafa ekki verið að fá póst frá mér. Hér er svo linkur á greiðslu fyrir Vatnaskóg: https://sumarfjor.is/Slot.aspx?id=2066 Að lokum vil ég bjóða forráðafólki sem hefur facebook að skrá sig í lokaðan hóp fyrir forráðamenn fermingarbarna hér Bestu kveðjur Ásta

155 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page