top of page

Til forráðamanna fermingarbarna

Fermingarfræðsla vetrarins hefur farið ótrúlega vel af stað, allt hefur verið framar björtustu vonum. Börnin hafa verið til fyrirmyndar og gaman að ræða við þau og kynnast þeim. Sérlega ánægjulegt hefur verið hve dugleg þau eru að mæta í messur.Erindi þessa bréfs er að boða ykkur á fyrstu fræðslusamveru vetrarins. Hún verður í Safnaðarheimili Laugarneskirkju miðvikudaginn 28. september kl. 20 og eru fermingarbörn og foreldrar þeirra boðuð sérstaklega til hennar. Boðið verður upp á kaffi og kirkjudjús og væntanlega eitthvað smáræði með að narta í. Síðan mun ég flytja stórfróðlegt og bráðskemmtilegt fræðsluerindi. Ég vil hvetja ykkur öll til að mæta. Þetta er líka kjörið tækifæri til að hitta foreldra annarra fermingarbarna, ráða ráðum og spyrja spurninga um hvaðeina sem ykkur kann að liggja á hjarta. Hlakka til að sjá ykkur sem flest. Bestu kveðjur, Davíð Þór


29 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page