top of page

Gestapistill: Tvenns konar hátíðir, ekki svo ólíkar, e. Frida Adriana Martins

Frida Adriana Martins skrifar um páskana og Stockfish, kvikmyndir og kirkju. Tvenns konar hátíðar, ekki svo ólíkar.

 

Um páskana heyrði ég gullfallega predikun um að brjótast út úr gömlum mynstrum sem þjóna okkar ekki lengur, og gildi þess að skilja hátiðina sem nýtt upphaf. Rétt eftir páskaa hefst Stockfish kvíkmyndahátiðin - ekki beint 2000 ára gömul andleg hefð, en alltaf fallegt nýtt upphaf og líkari heilbrigðri kirkjusókn en maður gæti trúað.

Í fyrsta lagi treysta bæði kirkjusóknin og kvíkmyndahátið á sjálfboðaliða sem starfa launafólki við hlið. Grasrótin er mikilvæg og blæs líf inn í hátiðarhöldin, er stærra kerfi á bakvið bæði fyrirbæri, sem gestirnir sjá ekki alltaf. Sem gestur læri ég mest af spjöllum EFTIR sýninguna/predikuna, ekki síst spjall með sjálfboðaliðum. Þar má heyra ólík viðbrögð, spyrja varðandi atriði sem ég skildi ekki (t.d. smáatriði um menningu) eða spinna þráð áfram út frá því sem fólki kom til hugar á meðan það var að horfa og hlusta.

Annar sameiginlegur grunnur kirkju og kvíkmyndahátiðar er sá að segja sögur - oft með siðferðislegum undirtóni. Biblían gæti verið kvíkmyndahandrit og hefur reyndar oft ratað á bíóskjáinn - bæði beint og með táknmyndarlegum tilvitnum. Prestur þarf - eins og kvíkmyndaleikstjóri - að þekkja sina dramatik til að ná athygli kirkjugesta. Í bestu tilfellum taka bæði bíó- og kirkjugestir með sér heim einhvern lærdóm og ánægju... og orku til að breyta einhverju í sinu lífi og samfélagi.

            Á kvíkmyndahátiðum eru oft myndir til sýnis sem eru ekki eins vinsældalegar og Hollywood. Ég fæ oft að heyra að kirkjan sé ekki í tísku, en ég fæ líka að sjá að bæði fyrirbæri eru sótt af fólki sem hefur í raun áhuga á sögunum og félagslífi sem er í bóði þar. Jesus var ekki vinsæll hjá öllum, vildi eiginlega ekki stofna kirkju, frekar boða nýja siðferði á moti nylendu- og efnishyggju Rómverjana og Fariséana. Mér finnst hátiðakvíkmyndir oft setja spurningatákn við okkar eigin efnishyggju og valdatengsl. Bæði innihaldslega séð og hvað sem varðar erfiðleikana að fá styrk eða önnur fjárhagsflæði. Ég hef t.d. séð hóp ungra nema sem fjárfestu allt sem þeir átti í að gera eina kvíkmynd, eða aðila sem setti lífið sitt í áhættu til að segja sögu um efni sem ekki var leyfilegt í upprunalandi aðilans en siðan mætti bara fimm manns á sýninguna þvi að efnið var svo erfitt. Og já, þegar það er ekki stórhátið eru margar kirkjur lika frekar tómar en skilaboð þeirra skiptir máli. Í uppáhaldsmyndina mina “Interstate 60” er kirkja endurnýtt sem dómssalur því að það er hagstæðara að dæma fólki en að bjóða uppá eitthvað félagsstarf (í samhengi sögu sem gerir mjög eitrað grín að efnishyggju).

 

Heilbrigt félagsstarf mætir fólki þar sem það er statt. Jesus talaði við konur, börn, holdsveika, fólkið sem var haldið “illum anda” (í dag myndi sennilega notast orðið flogaveik)... yfirleitt fólki sem naut ekki sama réttinda og karlmenn. Ég er kona með fjölþættu fötlun, sem gerir mér erfitt að fóta mig á vinnumarkaðnum. En ég finn mig “heima” á kvíkmyndahátiðinni og í kirkjunni því að ég má spyrja hvað ég skil ekki, vera í fötum sem passa á mig, taka að mér smá verkefni við minu hæfi, og stundum má ég lika bara sitja og hlusta eins og María í Biblíunni. ,,Hæ Jesús, þú værir pottþétt góður leikstjóri því að þú kannt að halda hópnum saman og hefur ýmist að segja, þú vilt breyta heiminn með nýjum hugmyndum, þú byrjar nú ansi marga setninga með “Ég er./”ég skal” (eins og flesta leikstjorar sem ég þekki, mig sjálf innifalin) og þú gefur upp alla eignir fyrir hugsjónina þína.. en þú játar lika að þú ert hræddur þegar það á við. Sem er góður eiginleiki því að kvíkmyndagerð er enginn dans á rósum og stundum er það “Let go and let God”.

 

Einn af minum bestum vinum hefur sagt að öll listsköpun er bæn. Þess vegna lít ég á það sem bæn þegar ég reyni að búa til kvíkmynd, eða þegar ég horfi á kvíkmynd... ég þarf að treysta á því að myndin passar til einhverja þemu sem ég er að velta fyrir mig og að ég er ekki alein. Að hún gefur mér innsæi og von og ljós. Ekki þessu stóra flassi af ljósi sem ég á reyndar erfitt með, en einhverja breytingu á hugarfari mínu. Sumir sálfræðingar segja reyndar að kvíkmyndaáhorf sé sama ferill og að dreyma, það sem maður ser leikar með undirmeðvitundina... þetta fær mig að pæla hvort bæn leikur líka með undirmeðvitundina. Sjaldnast hef ég spurt leikstjóra/leikstýru um trú sína, en mig grunar að allt kvíkmyndafólk trúir á einhverjan stærra tilgang verkefnissins, annars myndi það ekki setja svo mikið af auðlindum í verkefnið.72 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page