top of page
hjaltijon

Fermingarfræðsla 2024-2025




Fermingarfræðsla safnaðanna við Laugardal stendur öllum unglingum í 8. bekk til boða, óháð trúfélagsaðild, hvort sem ferming um vorið er ákveðin eða ekki.  Fermingarfræðslan er hins vegar nauðsynlegur undirbúningur fermingar sem og skírn.

Þegar barnið er skráð skal færa inn auk annarra upplýsinga:

a. Hvar barnið óskar að sækja fermingarfræðslu. 

b. Hvar barnið óskar að fermast. 

c. Ósk um fermingardag ef vill. 



Markmið fræðslunnar er:


- Efla almenna þekkingu á kristinni trú.


- Vekja unglingana til umhugsunar um eigin lífsskoðanir.


- Ræða og æfa okkur í leiðum til að efla andlega heilsu með íhugun og bæn.


- Gefa unglingunum tækifæri á að kynnast starfinu í kirkjunni sinni. 



Kynningarfundur fyrir unglingana og foreldra/forráðafólk verður í kirkjunum næsta haust, og verður tölvubréf með nánari upplýsingum og kennsluáætlun sent til skráðra barna.  



Kostnaður vegna fermingarfræðslunnar er: 

Fræðslugjald samkvæmt gjaldskrá Prestafélags Íslands.

Að auki innheimtir Vatnaskógur gjald fyrir fermingarferðalag og söfnuðurnir hver um sig fyrir lán á fermingarkyrtli.


Fermingardagar 2025 eru:

Áskirkja: 

Pálmasunnudagur 13. apríl 

1. sunnudagur eftir páska  27. apríl 

Hvítasunnudagur 8. júní 

Langholtskirkja:

Pálmasunnudagur 13. apríl

Skírdagur 17. apíl 

Sumardagurinn 24. apríl

Sjómannadagurinn 1. júní 

Laugarneskirkja: 

Pálmasunnudagur 13. apríl 

Sumardagurinn fyrsti 24. apríl 

Mæðradagurinn 11. maí

Sjómannadagurinn 1. júní 

Hlökkum til að eiga samleið næsta vetur! Skráning fer fram hér: https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSfBafjkfQO2E0lUjRl6Cf1Ms8xSalMOzNYdCLWoqbKjujYSjg/viewform

143 views0 comments

コメント


bottom of page